Námskeið og fræðsla

Tilbúin NÁMSKEIÐ

ADHD Á KVENNAMÁLI - FYRIR KONUR
BETRA SKIPULAG MEÐ ADHD Ungt fólk
ÉG OG MITT ADHD - GRUNNNÁMSKEIÐ öll kyn

ADHD OG FÍKNIHEGÐUN - GRUNNNÁMSKEIÐ
ADHD í NÁMI - UNGT FÓLK/FORELDRA /KENNARA
ADHD Í NÁNUM SAMBÖNDUM - ADHD SAMTÖKIN
ÁFRAM VEGINN - ADHD SAMTÖKIN
UNDERSTANDING ADHD - ADHD SAMTÖKIN

Fræðsla

Fræðsla, heimsóknir og kynningar eru bókaðar með því að senda mér póst á Kristbjorg@adhdmarkthjalfun.is eða ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

  • AUKIN ÞEKKING OG SKILNINGUR FÆRIR ÞÉR LYKILINN AÐ BETRA LÍFI.

Adhd á kvennamáli

LEIÐARVÍSIR AÐ EINFALDARA LÍFI

Á námskeiðinu leggjum við grunn að bættu sjálfstrausti og jákvæðri sjálfsmynd með aðferðum ADHD markþjálfunar.

Við ræðum starfsemi ADHD heilans. Hvernig hann hefur áhrif á getu þína, ákvarðanir og gjörðir og kennum þér einfaldar leiðir til að yfirstíga hindranir og auka sjálfsþekkingu. Við hægjum á, hlúum að og spornum gegn neikvæðum áhrifum álags, streitu og svefnerfiðleika með leiðum sem reynast hjálplegar til að róa taugakerfið m.a með Yoga Nidra.

Vitnisburður

„Kristbjörg hefur séð um að búa til og kenna námskeið um ADHD fyrir hóp ungra einstæðra mæðra í Gerðubergi í virkniúrræðinu TINNU. Námskeiðið hennar fær okkar bestu dóma bæði vegna þess hve efnið er viðeigandi og hún fagleg í samskiptum. Kristbjörg nær einstaklega vel til hópsins og sömuleiðis einstaklinga í hópnum sem er ekki sjálfgefið. Við getum heilshugar mælt með Kristbjörgu og hennar starfi. ”

Þuríður Sigurðardóttir Verkefnastjóri TINNA, Virknihús.

BETRA SKIPULAG MEÐ ADHD

Náðu betri yfirsýn, komdu meiru í verk og finndu sjálfstraustið aukast. 

Á námskeiðinu lærir þú:
-
Meira um ADHD og áhrif þess á lærdóm
-Að nota áhrifarík og þægileg verkfæri sem henta þér
-Að ná betri yfirsýn og nýta tímann betur
-Aðferðir sem bæta einbeitningu og framtaksemi
-Að greina áskoranir þínar og nýta styrkleika þína

Í boði fyrir menntskælinga.
Næsta námskeið 3. 10. og 17. október kl. 16-18.

ADHD OG FÍKN

Fíkn er algeng fylgiröskun þess að vera með ADHD og hefur hún ýmsar birtingarmyndir. Þeir sem eru með ógreint og/eða ómeðhöndlað ADHD eru í mun meiri hættu fyrir að þróa með sér fíkniefnavanda en þeir sem fá greiningu, aðstoð og/eða lyf.

Á námskeiðinu fléttum við saman fræðslu, umræðum og verkefnavinnu ásamt dæmum úr daglegu lífi. Markmiðið er að veita þátttakendum helstu upplýsingar um einkenni og birtingarmyndir ADHD með sérstaka áherslu á tengsl þess við sjálfslyfjagjöf og vímuefnaneyslu.

ADHD SAMTÖKIN

Fjölmörg fræðandi og flott námskeið í boði hjá ADHD samtökunum. Þar má m.a finna námskeiðið ÁFRAM VEGINN, UNDERSTANDING ADHD og ADHD Í NÁNUM SAMBÖNDUM sem ég kenni ásamt öðrum.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsíðu ADHD samtakanna í hnappnum hér fyrir neðan.

Kristbjörg Kona

Sérsniðin námskeið, kynningar og fræðsla

ADHD og ungt fólk, sjálfstraust, skipulag, ADHD og samskipti, heimilið, uppeldi, hormónar, ADHD og sjálfsmildi og frestunarárátta eru dæmi um efni sem hægt er að byggja kynningar og námskeið í kringum.

Hægt er að óska eftir sérsniðnum námskeiðum, kynningum og fræðslu með því að senda sem póst á kristbjorg@adhdmarkthjalfun.is eða velja hnappinn hér fyrir neðan.

Vitnisburður

Kristbjörg hefur haldið fyrirlestra og verið með kynningar í Tjarnarskóla, sem er unglingaskóli, bæði fyrir kennara og nemendur. Þeir voru fróðlegir, faglegir, hnitmiðaðir

og vel fram settir. Kristbjörg náði vel til nemenda, sem voru sérstaklega ánægðir, og hún gaf þeim mörg góð ráð til að nýta í náminu, lífinu og tilverunni.

Margrét Theodórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla

 

ADHD í námi - Kynning nemendur

  • Kynning fyrir fyrir ungt fólk og fullorðna í námi.

    Farið er yfir birtingamyndir ADHD í námi, styrkleika og áskoranir. Við skoðum hvað hefur jákvæð og neikvæð áhrif á einkennin og hvað við getum gert til að auka jafnvægi og bæta frammistöðu. Algengir lærdómsöðruleikar útskýrðir og aðferðir til að tileinka sér mismunandi lærdómsstíla eru reifaðar.

    Kynningin er sniðin að stærð og aldri hópsins hverju sinni.

  • Kynningin er einn klukkutími með spurningum og umræðum.

    Verð 50.000 kr.

Hvað er ADHD? - Kynning

  • What should we know about the services you provide? Better descriptions result in more sales.

  • Kynningin er einn klukkutími með spurningum og umræðum.

    Verð 50.000 kr

ADHD í skólum - Kynning kennarar

  • Allt það sem kennarar þurfa að vita um ADHD til að getað gert raunhæfar væntingar til sín og nemenda sinna. Við skoðum birtingamyndir, stýrifærni og mismunandi leiðir til að tileinka sér þekkingu. Við ræðum minnið, athygli og ólíkar þarfir fólks með ADHD í kennslustofunni og hvernig kennarar geta komið betur til móts við nemendur sína. Einnig skoðum við þarfir kennarans og hvernig hann getur leitað sér stuðnings.

    1. klst. og 50.000 kr.

HLAKKA TIL AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR!