Um mig

Ég hef lokið námi sem sérhæfður ADHD markþjálfi frá ADD Coach Academy í New York sem hefur vottun frá ICF og PAAC, alþjóðlegum fagfélögum markþjálfa.

Ég er sjálf með ADHD og því þekki ég það af eigin raun hvernig það er að lifa með kraftmikinn og skapandi en oft á tíðum kaótískan huga og hafa ekki hugmynd um hvernig hann virkar. Líf mitt tók nýja stefnu þegar ég áttaði mig á því að heilastarfsemi mín, skynjun og upplifun er um margt öðruvísi en annarra. Í gegnum námið og ADHD markþjálfun lærði ég að vera þakklát fyrir þá jákvæðu eiginleika sem hugur minn býr yfir, forvitnina og fróðleiksþorstann, ástríðuna og sköpunargleðina. Í dag myndi ég aldrei vilja skipta heilanum mínum út fyrir taugadæmigerðan heila. Það er hans vegna sem ég hef átt litríkt og skemmtilegt líf, á auðvelt með að setja mig í spor annarra, sýna samkennd og starfa af heilindum sem ADHD markþjálfi.

BAKGRUNNUR

Ég hef fjölbreyttan bakgrunn og hef komið víða við í námi og starfi. Auk markþjálfamenntunarinnar er ég með BA gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og Masters diplóma í dagskrár- og heimildarmyndagerð frá AAFT á Indlandi. Að háskólanámi loknu starfaði ég sem ráðgjafi hjá Stígamótum og fræðslustjóri hjá STERK, samtökum sem berjast gegn vændiskaupum, en lengst af hef ég unnið við sölu- og markaðsstörf, síðast sem markaðsstjóri Norræna hússins. Ég hef náð mér í endurmenntun og sótt ýmis námskeið, meðal annars í stafrænni markaðsetningu, jóga og hugleiðslu, lesblinduleiðréttingu, kvíða- og streitustjórnun og umsjón sjálfshjálparhópa. Öll mín reynsla og fyrri störf nýtast mér í starfi mínu sem ADHD markþjálfi.

ADHD testing, lyf, greining. ADHD samtökin.

REYNSLA

Ég hef víðtæka reynslu af því að halda námskeið og kynningar og starfa meðal annars fyrir ADHD samtökin þar sem ég kenni ásamt öðrum námskeiðin Understanding ADHD sem er grunnnámskeið á ensku og Áfram veginn sem er grunnnámskeið á íslensku. Í mars 2024 byrjaði ég með nýtt námskeið fyrir ADHD samtökin sem ber heitir ADHD í nánum samböndum. Önnur vinsæl námskeið sem ég kenni eru ADHD á kvennamáli, Ég og mitt ADHD og ADHD í námi. Sjá nánar undir námskeið.

Frá útskrift minni sumarið 2022 hef ég markþjálfað yfir 250 einstaklinga á aldrinum 15-75 ára. Markmið mitt sem ADHD markþjálfi er að hjálpa fólki að sjá styrk sinn og ástríðu, temja sér sjálfsmildi og læra að blómastra í eigin skinni.

Umfjallanir

  • Smartland

    22.5.2023

    Viðtal við mig um ADHD geininguna mína, ADHD og hversvegna ég gerðist ADHD markþjálfi.

  • Mannlegi þátturinn

    30. 8. 2023

    Útvarpsviðtal og grein á RUV. Viðtal við mig og Sigrúnu Jónsdóttur ADHD markþjálfa.

  • Heimildin

    20. mars 2024

    Viðtal við mig í Heimildinni vegna námskeiðsins ADHD í nánum samböndum.

  • Salina

    26. 2. 2024

    Viðtal vegna námskeiðsins ADHD í nánum samböndum á vegum ADHD samtakanna.

  • Bylgjan

    27. 2. 2024

    Viðtal frá í Bítið á Bylgjunni um ADHD í nánum samböndum með Önnu Elísu Gunnarsdóttur félagsráðgjafa.

  • Morgunblaðið

    12.04.204

    Viðtal við mig og samstarfskonu mína um ADHD í nánum samböndum. Námskeiðið er haldið á vegum ADHD samtakanna.

VITNISBURÐUR

„ÉG HEF VERIÐ Í TÍMUM HJÁ KRISTBJÖRGU OG ÞAÐ HEFUR VERIÐ MJÖG GEFANDI OG LÆRDÓMSRÍKT. ÉG BYRJAÐI MEÐ EINHVERJAR HUGMYNDIR UM AÐ MARKÞJÁLFUN ÞÝDDI AÐ ÉG FENGI EINHVER TÓL SVO ÉG GÆTI FARIÐ AÐ VIRKA EINS OG HINIR, EN Í STAÐINN BENTI KRISTBJÖRG MÉR Á AÐ TIL ÞESS AÐ GETA BLÓMSTRAÐ VÆRI NAUÐSYNLEGT FYRIR MIG AÐ SÝNA SJÁLFRI MÉR MILDI, AÐ SÆTTAST VIÐ ALLA ÞÆTTI Í EIGIN FARI. LAUSNIN VÆRI EKKI STÖÐLUÐ HELDUR FÆLIST Í ÞVÍ AÐ FINNA ÚT HVAÐ VIRKI FYRIR MIG – OG TIL ÞESS AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HEF ÉG VERIÐ AÐ KYNNAST SJÁLFRI MÉR UPP Á NÝTT OG HEF VERIÐ AÐ TAKA SJÁLFRI MÉR OPNUM ÖRMUM. ÉG ER NÚNA MEÐVITAÐRI UM HVAÐ ÞAÐ ER SEM SLÆR MIG ÚT AF LAGINU OG VIÐ HVAÐA AÐSTÆÐUR ÉG VIRKA BEST, HVORT SEM ÞAÐ ER Í LÍFI EÐA STARFI“.

Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir sjálfstætt starfandi

„TÍMARNIR OPNUÐU AUGU MÍN FYRIR ÝMSU SEM ÉG HAFÐI EKKI ÁÐUR SÉÐ HVAÐ VARÐAR EIGIN AFREK OG KOSTI. EINNIG NÁÐI KRISTBJÖRG AÐ LEIÐA MIG ÁFRAM Í ÁTT AÐ MARKMIÐUM MÍNUM SEM GRAFIN VORU DJÚPT Í UNDIRMEÐVITUND MINNI ÁSAMT ÞVÍ AÐ GEFA MÉR ÞAU TÓL SEM ÉG ÞURFTI TIL AÐ NÁ TILSETTUM MARKMIÐUM Í ÁTT AÐ FREKARI SJÁLFSVINNU“.

Birna Jónsdóttir meinatæknir

Viðtalstímar hjá Kristbjörgu hafa hjálpað mér að skilja ADHD-ið mitt betur. Þannig hef ég getað komið auga og nýtt mér kosti ADHD og jafnframt minnkað sjálfsniðurrif því tengdu. Djúpur skilningur hennar hefur reynst mér ómetanlegur í því að takast á við verkefnin bæði stór og smá“.

Þóra Flygenring Sigurðardóttir sjálfstætt starfandi

„ÉG HEF NOKKRUM SINNUM HITT KRISTBJÖRGU Í MARKÞJÁLFUN, Í ÖLL SKIPTIN HEF ÉG FARIÐ ÞAÐAN MEÐ NÝTT SJÓNARHORN Á ÁSKORNAIR MÍNAR OG FENGIÐ AÐFERÐIR SEM GÁTU NÝST MÉR AÐ YFIRSTÍGA ÞÆR. SAMSKIPTIN ERU FORDÓMALAUS OG UMHVERFIÐ ÞÆGILEGT. KRISTBJÖRGU HEFUR TEKIST AÐ BENDA MÉR Á EIGIN STYRKLEIKA OG VEITT MÉR VERKFÆRI TIL AÐ STYRKJA ÞÁ OG NÝTA TIL AÐ BREYTA LÍFI MÍNU TIL HINS BETRA. HÚN Á SINN ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ ÉG HEF NÁÐ MARKMIÐUM SEM VIRTUST FJARLÆG, GET FORGAGNSRAÐAÐ BETUR, TEK ERFIÐAR ÁKVARÐANIR OG ER ENGU AÐ SÍÐUR SÁTT Í EIGIN SKINNI“.

Signý Bergsdóttir meistaranemi

„Markþjálfunin var bæði hjálpleg og fræðandi. Ég lærði margt nýtt og fékk betri innsýn í ADHD og  sjálfan mig. Ég var mjög sáttur með árangurinn sem ég náði og hvernig mér tókst með hjálp Kristbjargar að taka erfiðar ákvarðanir sem ég stóð frammi fyrir í námi og lífinu almennt“.

Hrólfur Eyjólfsson starfsmaður í brugghúsi

Aðferðafræði adhd markþjálfunar

  • Sjálfsþekking

    Við byrjum á því að skoða hvað þú vilt gera og hvernig. Greinum hindranir og drögum fram styrkleika. Könnum möguleikana. Sjáum fleiri tækifæri og hlutina frá öðru sjónarhorni. Skilgreinum fyrstu skrefin.

  • Eitt skref í einu

    Til að vita hvað virkar fyrir þig getur verið hjálplegt að taka eitt skref í einu og prófa sig áfram, tengjast hugrekkinu, gera nauðsynlegar tengingar og fínpússa breytingar.

  • Innri vöxtur

    Með reynslu byrjar þú að móta með þér stefnu og innri vöxtur hefst. Árangurinn verður sýnilegur, tilveran léttari og innsæið sterkara. Sjálfsöryggi og sjálfstraust áþreyfanlegt.


tökum samtalið

EF ÞÚ HEFUR SPURNINGAR EÐA VANGAVELTUR GETUR VERIÐ HJÁLPLEGT AÐ HEYRA Í MÉR Í SÍMA. ÞAÐ KOSTAR EKKI NEITT.