Valdeflandi og fræðandi

EINKATÍMAR Í MARKÞJÁLFUN
Í PERSÓNU OG Á NETINU


ADHD markþjálfun er gagnleg og uppbyggileg leið til þess að öðlast betri þekkingu á eigin heilastarfsemi, bæta andlega líðan og tileinka sér viðhorf og færni til þess að takast á við og yfirstíga áskoranir daglegs lífs. Þjálfunin er sniðin að þörfum og markmiðum hvers og eins.

  • Takmarkið er að einstaklingurinn öðlist jákvæðara hugarfar og þrói aðferðir sem halda áfram að reynast honum vel eftir að markþjálfuninni lýkur.

  • Ekki er nauðsynlegt að vera með staðfesta ADHD greiningu til að sækja ADHD markþjálfun.

  • Í markþjálfun er nútíð og framtíð í brennidepli og í stað þess að líta um öxl er horft til stöðunnar í dag og þeirra möguleika sem framtíðin ber í skauti sér.  

  • Til þess að ná sem mestum árangri er mælt með því að koma í 3 – 5 tíma.

  • Tímalengd hvers viðtals er um 55 mínútur.

  • ADHD MARKÞJÁLFUN

    Einkatímar í ADHD markþjálfun í persónu og á netinu.

  • ADHD fræðsla og ráðgjöf

    Fyrir aðstandendur og fagfólk.

Kristbjörg ADHD markþjálfi

ávinningur adhd markþjáfunar

  • Aukinn skilningur á eigin ADHD, áskorunum og styrkleikum

  • Betri yfirsýn, skipulag og tímastjórnun

  • Aukin einbeiting og skilvirkni

  • Bætt lífsgæði og betri líðan

  • Aukinn námsárangur og árangursríkari námstækni

  • Meiri hvati og löngun til að klára verkefni

  • Aukið sjálfstraust og sjálfsvirði

  • Betri sjálfs-og tilfinningastjórnun

  • Sterkara sjálfsmat og sjálfsvirði

  • Skýrari framtíðarsýn

siðaregluR ICF

Ég starfa eftir skilyrðum og siðareglum ICF (International Coach Federation) sem eru alþjóðleg samtök markþjálfa sem heldur utan um fagmennsku markþjálfunar.