Fáðu betri yfirsýn, komdu meiru í verk og finndu sjálfstraustið vaxa

BETRA SKIPULAG MEÐ ADHD

  • Meira um ADHD

    Á námskeiðinu skoðum við stýrifærni heilans og þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu okkar við gerð skipulags. Við ræðum algengar áskoranir eins og minni, einbeitingu og yfirsýn og aukum sjálfsþekkingu þáttakenda á eigin áskorunum til að greina hindranir og auðvelda val á réttum verkfærum.

  • Skipulag

    Á námskeiðinu kennum við einfaldar og góðar leiðir sem auka færni þátttakenda í að stýra tíma sínum betur, halda athygli lengur og draga úr streitu sem fylgir því að missa bolta og ná ekki yfirsýn. Að læra skipulagshæfni er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með ADHD og sýna rannsóknir að aukin sjálfsþekking og gagnleg verkfæri auki sjálfstraust og létti daglegt líf.

  • VERKEFNI

    Þátttakendur fá námskeiðsgögn og ítarefni með upplýsingum um vefsíður og samfélagsmiðla sem bjóða upp á fríar og vandaðar upplýsingar fyrir ungt fók með ADHD. Efnið geta þátttakendur haldið áfram að nota eftir námskeiðið bæði til að rifja upp atriði og til að sækja sér nýjar hugmyndir og verkfæri.

Viltu auka skipulagsfærni þína?

Á námskeiðinu lærir þú:

  • Meira um ADHD og áhrif þess á lærdóm

  • Að nota áhrifarík og þægileg verkfæri sem henta þér

  • Að ná betri yfirsýn og nýta tímann betur

  • Aðferðir sem bæta einbeitningu og framtaksemi

  • Að greina áskoranir þínar og nýta styrkleika þína

leiðbeinendur


  • Ég er með BA gráðu í mannfræði og kynjafræði og lærði almenna og sérhæfða ADHD markþjálfun hjá ADD Coach Academy í New York, nám vottað af ICF og PAAC, alþjóðlegum fagfélögum markþjálfa. Ég hef auk þess sótt ýmis námskeið, m.a. í lesblinduleiðréttingu og hugleiðslu, kvíða- og streitustjórnun og umsjón stuðningshópa. 

    Sem ADHD markþjálfi vinn ég með fólki á öllum aldri og stór hópur kúnna minna er ungt fólk á gagnfræði og menntaskólaaldri sem leitar til mín til að læra að skipuleggja sig og yfirstíga námsefnið. Þá kenni ég einnig einfalda námstækni sem henntar vel fyrir fólk með athyglisbrest og aðstoða ungmenni við að skijla betur hegðun sína og líðan í samhengi við lærdómserfileika og ADHD. 


    Ég er höfundur og leiðbeinandi þriggja námskeiða hjá ADHD samtökunum og er annar eigandi ADHD á kvennamáli sem er vinsælt námskeið fyrir konur um ADHD.  Ég brenn fyrir því sem ég geri og tel það vera forréttindi að fá að fræða fólk og auka sjálfsþekkingu þess.  Ég heimsæki grunnskóla landsins með fræðslu reglulega og á auðvelt með að ná til ungs fólks. 




  • Ég er með Bs í viðskiptafræði og meistaragráðu í verkefnastjórnun og lokið grunnnámi í markþjálfun og sérhæfðu námi í ADHD markþjálfun. 

    Hef yfir 20 ára reynslu úr viðskiptalífinu í hlutverki sérfræðings, teymisþjálfa og verkefnastjóra. Ég brenn fyrir að sjá teymin mín og aðra ná árangri, styrkja sig og efla til góðra verka í lífinu.

    Í störfum mínum gegnum árin hef ég öðlast haldbæra reynslu í að leiða ólíka einstaklinga saman í átt að sameiginlegu marki. Gott skipulag, góð samvinna og þrautseigja eru lykilþættir til að ná að ljúka þeim verkefnum sem lögð eru fyrir okkur með góðum árangri.

    Það er mín sýn að verkfæri verkefnastjóra geta nýst öllum í lífinu og ef við höfum skýra sýn á það hvert við ætlum þá er auðveldara að vita hvernig við komumst þangað.    

Praktsíkskar upplýsingar

Námskeið er þrjú skipti, tvær klukkustundir í senn og er ætlað ungu fólki í menntaskóla með ADHD/eða grun um ADHD.

Dagsetningar og tími: 3. 10. og 17. október 2024 / kl. 16-18.

Staður: Tjarnarskóli í Reykjavík

Verð: 18.000 kr

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og veitingar.

Skráning er hafin. Sendið póst á adhdogskipulag@gmail.com og við sendum ykkur rafrænt skráningareyðublað.