ADHD á kvennamáli

LEIÐARVÍSIR AÐ EINFALDARA LÍFI

Á námskeiðinu leggjum við grunn að bættu sjálfstrausti og jákvæðri sjálfsmynd með aðferðum ADHD markþjálfunar.

Við ræðum starfsemi ADHD heilans. Hvernig hann hefur áhrif á getu þína, ákvarðanir og gjörðir og kennum þér einfaldar leiðir til að yfirstíga hindranir og auka sjálfsþekkingu. Við hægjum á, hlúum að og spornum gegn neikvæðum áhrifum álags, streitu og svefnerfiðleika með leiðum sem reynast hjálplegar til að róa taugakerfið m.a með Yoga Nidra.

Ekki er nauðsynlegt að vera með ADHD greiningu til að taka þátt í námskeiðinu.

ADHD á kvennamáli

,,ALGJÖRLEGA FRÁBÆRT Í ALLA STAÐI. NÁMSKEIÐIÐ VAR VEL SETT FRAM, ÞÆGILEGT, AFSLAPPAÐ OG MÉR LÍÐUR SVO VEL EFTIR AÐ HAFA TEKIÐ ÞÁTT Í ÞESSU NÁMSKEIÐI.“

Anna Þóra Björnsdóttir,verslunareigandi og uppistandari.

VORnámskeið 2025

  • Staðbundið námskeið 4. 11. 18. 25. mars. og 1. 8. apríl. kl. 18.00-20.30.
    Námskeiðið er alls 12. klst og tvær klukkustundir í senn með matarhléi og yoga nidra. Boðið er upp á veitingar ásamt námskeiðsgögnum og vinnubók. Þátttakendum gefst kostur á einum fríum tíma í ADHD markþjálfun á meðan á námskeiðinu stendur til frekari sjálfsvinnu. Staðbundið námskeið 69.000 kr.

    Bókun opnast fljótlega.

Síðasta námskeið fylltist á örfáum dögum. Þú gengur frá greiðslu hér fyrir neðan- annað hvort velur þú kortagreiðslu eða að fá greiðslukröfu í heimanbanka. Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku í þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleikana hjá þínu stéttarfélagi.

  • Framhaldsnámskeið 26. apríl. kl. 11-13.
    Aðeins fyrir konur sem hafa þegar lokið ADHD á kvennamáli. Námskeiðin byggja á þekkingu sem gefin var á námskeiðinu.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir konur á öllum aldri sem vilja beina athyglinni að styrkleikum sínum, takst á við áskoranir og skila skömminni. Námskeiðið hentar konum sem eru tilbúnar að deila eða læra af reynslu annarra kvenna.

Allar nánari upplýsingar verða sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti áður en námskeiðið hefst.

Hlýjar kveðjur Sigrún og Kristbjörg Kona ADHD markþjálfar.

Fyrirvari 

Námskeiðsgjöld eru greidd við bókun á námskeiðinu. Hægt er að greiða með korti eða velja að fá kröfu í heimabanka (hægt er að skipta greiðslum í tvennt með því að senda póst á adhdakvennamali@gmail.com og óska eftir því). 

Skráning er bindandi og eru námskeiðsgjöld  ekki endurgreidd.

Ófyrirsjáanleg forföll tilkynnist með 14 daga fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði.

Ef þú ert með einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu

adhdakvennamali@gmail.com

Vitnisburður þátttakenda.

  • ,,Námskeiðið hefur gefið mér aukin styrk og gert mér fært að sýna sjálfri mér meiri mildi, ást og virðingu. Sigrún og Kristbjörg eru skilningsríkar, hlýjar og uppfullar af allskonar fróðleik, stuðningi og eflingu. Get ekki beðið eftir framhaldsnámskeiði“.

    Inga Hrönn Guðmundsdóttir, athafnakona.

  • ,,Fræðslan og slökunin var æðisleg og mun nýtast mér vel. Sigrún og Kristbjörg eru greinilega mjög færar á sínu sviði og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu sem þær miðluðu vel frá sér.“

    Lilja Björk Guðrúnardóttir félagsráðgjafi.

  • ,,Virkilega ánægð með námskeiðið – vel uppsett- skipulagt- fjölbreytt- notalegt og eflandi. Hefur bætt líf mitt og lífsgæði mín til muna. Kristbjörg og Sigrún eru yndislegir leiðbeinendur og upplifunin er þannig að þær séu að halda námskeiðið af eldmóði..“

    Dagný Þóra Baldursdóttir, Iðjuþjálfi.

Ertu með spurningar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðið ekki hika við að senda mér línu. Þú getur notað hlekkinn hér fyrir neðan eða sent beint á adhdakvennamali@gmail.com.