möskun / gríman

 

Flestir læra að maska ADHD einkenni sín á barnsaldri ýmist til að takast á við erfiðar aðstæður en líka til að koma í veg fyrir skömm eða lítillækkun þegar hegðun okkar er ekki viðurkennd.


 

Möskun (gríman) er algeng leið til að fela ADHD einkenni. Þetta er lærð hegðun og oft ekki meðvituð. Hún getur stundum verið hjálpleg í erfiðum aðstæðum en til lengdar er líklegt að hún skapi fleiri vandamál en hún leysir.

Dæmi :

  • Halda aftur að skoðunum þínum til að forðast það að tala of mikið eða grípa fram í fyrir fólki.

  • Vera stöðugt að tékka á hlutunum eins og veskinu þínu o.fl. og fá þráhyggju yfir óttanum að týna þeim

  • Bregðast við aðstæðum á félagslegan viðurkenndan hátt í stað þess að sýna hvernig þér í raun líður.

  • Að vera of upptekin af því að halda hreinu og fínu heimili þó svo vinnan við að halda heimilinu hreinu geri þig örmagna.

  • Að mæta allt of snemma á fundi vegna ótta við að mæta of seint.

  • Að hafa þráhyggju yfir skipulagi og kerfum, hvar hlutirnir eiga að vera.

  • Bæla niður tilfinningar þangað til þú springur og vita þá ekki hvers vegna þér líður eins og þú sért þunglynd.

  • Hringja þig inn veika til að forðast streitu valdandi eða kvíða valdandi aðstæður.

  • Leggja mun meiri vinnu á þig, til að að standa sig fullkomlega. Þróa með sér fullkomnunaráráttu svo aðrir upplifi þig hæfa og áreiðanlega.

  • Herma eftir hegðun annarra í félagslegum aðstæðum svo að þú verðir viðurkennd og samþykkt.

 
 

Nokkru dæmi um neikvæða afleiðingu þess að maska

Fólk sem maskar einkenni sín uppgötvar oft seint á lífsleiðinni að það sé með ADHD. Þá er það mögulega búið að lifa meira en hálfa ævina með áskoranir í aðstæðum sem það skyldi ekki og fékk enga aðstoð með. Þegar þangað er komið er algengt að fólk hafi þróað með sér lágt sjálfsmat, kvíða og jafnvel þunglyndi.

  • Fólk sem maskar getur líka verið í meiri hættu á að þróa með sér vímuefna vandamál sem getur leitt til enn meiri heilsufarsvandamála.

  • Fólk sem maskar getur misst tengslin við innsæi sitt og raunveruleikaskyn. Tíni jafnvel sjálfum sér og sínum persónuleika.

  • Þegar þú maskar einkenni þín ertu í meiri hættu á því að fara í kulnun.

Ef þú ert með ADHD eru góðar líkur á því að þú maskir einkenni þín að einhverju leyti og ef þú ert kona eru líkurnar enn meiri þar sem konur fá síður ADHD greiningar en karlar.


Fyrsta skrefið í átt að því að af maska sig er vitund, sjálfsvinna og að lokum sátt. Það eru til margar góðar leiðir til að haldan utan um einkenni sín, áskoranir og bæling eða persónuleikabreyting er ekki ein þeirra. Að gera sér grein fyrir hegðuninni og sækja sér aðstoð við að skoða og afbyggja hana. Þá sjálfsvinnu þarft þú til þess að ná tengslum við sjálfa þig.

Það á eftir að koma þér á óvart hversu skemmtilegra lífið verður þegar þú hættir að maska og lærir að taka sjálfa þig í sátt.

Hvernig hætti ég að maska?

Finndu út hvaða möskun þú stundar og hvers vegna. Greindu þær í flokka eftir því hvort þær þjóna þér eða ekki. Til dæmis gæti verið hjálplegt að læra að hafa heimilið þokkalega snyrtilegt en ekki fullkomið.

Lærðu að takst á við tilfinningar þínar í stað þess að forðast þær. Leitaðu til sálfræðings eða ADHD markþjálfa sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum og getur aðstoðað þig með næstu kref.

Þú ert ekki ein um að líða svona. Teigðu þig út til ADHD samfélagsins á netinu eða í persónu. Það er einstaklega gefandi að vera í kringum fólk sem þekkir af eigin raun hvernig það er að ganga í gegnum möskun og/eða afmöskun. Það getur verið mjög gagnlegt að ganga í sjálfshjálparhóp.

Heimild
Wery well mind

 
Previous
Previous

Að fresta hlutum

Next
Next

lærdómsstílar