Að fresta hlutum

 

Ef þú skilur hvers vegna þú frestar getur þú brugðist við án þess að falla í sjálfsblekkingu eða skömm.


 

Allir upplifa einhvern tímann þá tilfinningu að koma sér ekki að verki, fresta hlutum og/eða skorta kvata og vilja til að framkvæma og klára verkefni. Það er mjög eðlileg tilfinning og alls ekki óalgeng, sérstaklega þegar þú ert með ADHD.

Með því að skoða hvaða ástæða liggur að baki því að þú frestar eykst ekki bara sjálfsvitund þín heldur verður hindrunin skýr. Þegar hindrunin er skýr er auðveldara að takast á við hana.

Hér er þrjár algengar ástæður fyrir því að við komum okkur ekki að verki. Hvert skipti sem þig langar til að fresta spurðu þig þá,hver af þessum þremur ástæðum liggja að baki? Ath. það geta verið allar þrjár eða eitthvað allt annað en hér kemur fram.

Hér er þrjár algengar ástæður fyrir því að við komum okkur ekki að verki.

Hvert skipti sem þig langar til að fresta spurðu þig þá,hver af þessum þremur ástæðum liggja að baki?

Ath. það geta verið allar þrjár eða eitthvað allt annað en hér kemur fram.

  1. Það er góð tilfinning að fresta og kemur þér strax í gott skap (short term mood repair).

  2. Þú gerir of miklar væntingar til þín eða þú byrjar að telja þig trú um að þú standir ekki undir væntingum annarra.

  3. Eitthvað er óljóst varðandi framkvæmdina svo þú ákveður að bíða þangað til betur hittir á eða þegar þú getur gefið þér tíma til að pæla betur í henni.

Ef þú hefur orðið einhvers vísari um hvers vegna þú frestar. Það þýðir að þú sérð hindrunina og getur brugðist við henni án þess að falla í sjálfsblekkingu eða skömm. Ef þig langar að skoða þetta nánar er þér velkomið að bóka tíma, smella á hnappinn hér fyrir ofan og við kíkjum á þetta í sameiningu. 

 

Það er rosalega góð tilfinning að fresta.

Previous
Previous

„ÞAÐ VAR Í RAUN SAMA HVERJU ÉG ÁORKAÐI ÉG NÁÐI EKKI AÐ NJÓTA ÞESS“

Next
Next

möskun / gríman