Hvað ertu að sætta þig við?

 

Ertu pirruð og reið en áttar þig ekki á hvað veldur?


 

Það er fátt í lífinu sem er alltaf nákvæmlega eins og við viljum hafa það. Allt er breytingum háð og sumum hlutum getum við stjórnað og öðrum ekki. Flest okkar upplifa reglulega vanmátt gagnvart daglegum athöfnum eins og í hjónabandinu og í samskiptum við aðra og margt fær að slæda eða vera eins og það er þrátt fyrir að það fari alveg óskaplega í taugarnar á okkur. Þessir hlutir safnast svo upp og verða að þirni í síðu okkar og hafa áhrif á skapið og herinlega dagsformið ef gerir þú ekkert í þeim. Með tímanum geta þessir hlutir orðið að löngum lista af atriðum sem þú gætir mörgulega breytt en ert að sætta þig við þrátt fyrir að þeir valdi þeir miklum ama.

Þú getur ekki breytt því sem þú sættir þig við!

Hér er eitt sem þú getur prófað. Gerðu lista yfir c.a 10-20 hluti sem þú sættir þig við í lífinu og fara í taugarnar á þér. Skoðaðu svo listann og merktu við það sem dregur úr þér orku. Veldu svo einn hlut sem þú getur ekki hunsað og þarft að finna nýja lausn fyrir. Kannski þarftu að gera eitthvað drastískt en mögulega þarftu bara að kveikja á lausnarmiðaða ADHD heilanum þínum og sjá hlutina frá nýju sjónarhorni. Gefðu þér a.m.k nokkrar vikur til að vinna í þessu máli. Gangi þér vel!

 

Ég þoli ekki?

Þetta Gerir mig gráhærða…

 

 
Previous
Previous

að ná einbeitingu og koma sér að verki