Rútínur

 

Hvernig gerum við rútínu sem hentar okkur? 


 

Rútínur

Fólk með ADHD þolir upp til hópa mjög illa rútínur, því þær eru skapaðar fyrir taugarýpíska einstaklinga. Þær eru oft mjög þurrar, ósveigjanlegar og heftandi fyrir okkur sem verður til þess að við gefumst upp á þeim. Tengjum ekki við þær eða fáum leið á þeim.

Þýðir það að við getum ekki lifað eftir rútínum?

ALLS ekki - við getum bara ekki lifað eftir rútínum taugatýpiskra einstaklinga. 

Kostirnir við sérsniðnar ADHD rútínur er að þær geta auðveldað okkur lífið. Fækkað tilfellum þar sem við þurfum að taka ákvarðanir og dregið úr stressi og óöryggi. 

Hugaðu að þessu áður en þú gerir rútínu.

  • Hverjar eru áskoranir mínar? Hvar væri gott að setja hluti í rútínu? Hvaða tími dags er erfiðastur? Hvernig vill ég hafa hann? Hvaða styrkleika get ég notað?

  • Hvernig eru dagarnir, vikurnar? Hafa yfirlit yfir dagskránna þína.

  • Skilgreina hvað þú vilt fá út úr rútínunni þinni. 

  • Byrjaðu á því að gera eina rútínu í einu. Morgun, kvöld… gefðu henni tíma. Það tekur tíma að koma fyrir nýrri rútínu.

  • Stilla væntingar í hóf. Engin rútína er fullkomin. Passaðu þig á fullkomunaráráttunni.

  • Rútínan á að stiðja við þig og létta álag. Ef rútína skapar álag er hún ekki rétt fyrir þig. Ef þú stendur þig að því að fresta hlutum og forðast það að byrja á rútínunni þinni er hún ekki að henta þér.

  • Ekki allir dagar gefa jafn mikinn árangur, afköst.

  • Hafðu rútínuna áhugaverða, skemmtilega og sveigjanlega. Hafðu á hreinu hvað hvetur þig áfram í lífinu. Hvað þér finnst skemmtilegt og skapaðu rútínuna þína eftir því.

  • Taktu þér tíma í að byggja upp rútínuna, betrum bæta og endurskipuleggja. Ef rútínan hættir að virka getur verið að þú þurfir að breyta til aðlaga hana að nýjum aðstæðum eða hversu mikla orku þú hefur hverju sinni.

  • Ef tútínan er fyrir fjölskylduna er árangursríkt að hafa alla fjölskyldumeðlimi með í ráðum. Rútínur virka best þegar allir fá að leggja orð í belg og skilja tilganginn með henni. Mundu svo að hrósa öllum fyrir að reyna, jafnvel þegar það nær ekki að fylgja rútínunni 100%.

Gangi þér vel!

 
Next
Next

Efficacy of ADHD Coaching for Adults With ADHD